Landbúnaðarþáttur GATT-samningsins

39. fundur
Fimmtudaginn 18. nóvember 1993, kl. 17:24:33 (1609)

[17:24]

     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Það vill nú svo til að ég held að hæstv. landbrh. hafi verið ákaflega heppinn með aðstoðarmann. Og ég verð með fullri virðingu fyrir ráðherranum að segja að ég tek miklu, miklu alvarlegar það sem aðstoðarmaðurinn segir heldur en húsbóndinn. Mér finnst hann mæla af meiri yfirsýn, svo að ég segi nú ekki meira, um landbúnaðarmál heldur en hæstv. ráðherra. Ég tel að ég hafi ekki slitið þessa setningu neitt úr samhengi. Þetta er nákvæmlega það sem aðstoðarmaður ráðherra varaði okkur við, vafalaust með góðum hug. Hann var ekkert að gylla þetta sérstaklega. Hann var bara að segja söguna eins og hún var.