Hæstiréttur Íslands

43. fundur
Miðvikudaginn 24. nóvember 1993, kl. 15:47:19 (1839)


[15:47]
     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Herra forseti. Vegna ræðu hv. 8. þm. Reykn. vil ég aðeins taka þetta fram. Það er svolítið einkennilegt að standa í orðræðum við hann því að hann kýs gjarnan að snúa út úr öllum hlutum. Það fólst ekki í mínum ummælum um þær umsagnir sem fram koma frá Jafnréttisráði og umboðsmanni Alþingis að það væri úrlausnaratriði í þessu falli. Ég benti á úrlausnir og athugasemdir þessara aðila til þess að sýna fram á að það eru gildandi stjórnsýslureglur þó óskráðar séu að ráðherra styðjist við málefnalegar forsendur við ákvarðanatöku um það hverjir hljóta embætti. Umsagnir þessra aðila byggjast á lögmætum forsendum og þær koma fram í þessum athugasemdum og þær sýna að hér er um að ræða gildandi stjórnsýslureglur og það var á þetta sem ég var að benda á til vitnis um það vegna þess að það hafði komið fram í umræðunni af hálfu hv. 8. þm. Reykn. eins og hann hefði ekki áttað sig á því að þetta væru gildandi stjórnsýslureglur í landinu jafnvel þó að hann hefði setið í ein þrjú ár í fjmrn. Þess vegna benti ég á þetta og sýndi fram á hvar þetta kemur fram en því fór auðvitað fjarri að í því fælist að hér ætti að vera um einhverja útgönguleið í þessum efnum og er ekkert nema útúrsnúningur af hálfu hv. þm.