Fangelsi og fangavist

44. fundur
Fimmtudaginn 25. nóvember 1993, kl. 13:58:36 (1883)


[13:58]
     Árni R. Árnason (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég skal fúslega taka fram að ég nefndi ekki í máli mínu hvað ég teldi geta verið réttmætar atvinnuleysisbætur. En ég tel hins vegar að þar sem einstaklingur hefur misst réttindi til starfa sem áður gáfu tækifæri til mikilla tekna þá geti það gert málið flókið að úrskurða hvað teljist réttmætar bætur að refsivist lokinni. Það er það eina sem ég tók fram, en ég gaf í rauninni engar skoðanir uppi um hvað þyrfti að taka til greina í slíkum málum. Þau geta verið ólík. En vel að merkja til þessa hefur komið við fleiri stéttir en lögmenn. Þannig að þau mál kunna öll að vera flókin. Hins vegar get ég tekið fram að það kann að verða talið rétt, þegar þar að kemur, að öllum verði úrskurðaðar bætur á sama grunni.