Skattamál

47. fundur
Þriðjudaginn 30. nóvember 1993, kl. 21:30:25 (2117)


[21:30]
     Guðrún Helgadóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er alveg greinilegt að skuld, eignafærsla og útgjaldafærslur íslenska ríkisins eru allt öðruvísi en venjulegra heimila. Þar fer ekkert á milli mála að eigandi skuldabréfs er eigandi þess og það telst til eignar og sá sem á að borga af því hlýtur að telja það til skuldar, svo einfalt er það. En ég held að við ættum kannski ekki að eyða tíma í þessa umræðu nú, hún fer fram seinna. En sé hæstv. fjmrh. hundleiður á þessari umræðu þá verð ég, frú forseti, að lýsa því yfir að ég er hundleið á þessari hæstv. ríkisstjórn.