Fjáraukalög 1993

49. fundur
Mánudaginn 06. desember 1993, kl. 15:14:51 (2228)

[15:14]
     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ég ætlaði að gera grein fyrir mínu atkvæði vegna þess að hér er gert ráð fyrir að fella niður framlag til ferjubryggja. Eins og þingmönnum er kunnugt voru ferjur færðar undir Vegagerðina. Það er starfandi nefnd sem hefur það hlutverk að taka ákvörðun um það hvort nýja Fagranesi eigi að fara í ferjuflutninga yfir Ísafjarðardjúp. Forsenda þess að það verði hægt er að ferjubryggjur verði byggðar á tveimur stöðum. Meðan óvíst er hver niðurstaðan verður í þessu máli treysti ég mér ekki til að styðja það að þetta verði fellt út, heldur mun ég sitja hjá.