Fjárlög 1994

54. fundur
Föstudaginn 10. desember 1993, kl. 11:17:33 (2522)

[11:17]
     Guðmundur Bjarnason :
    Hæstv. forseti. Í þessari brtt. felst það að flytja sértekjur vegna húsaleigu starfsmanna íbúða heilsugæslustöðva inn í Innkaupastofnun ríkisins á sameiginlegan lið þar og úthluta því síðan frá Innkaupastofnuninni aftur til viðhaldsverkefna. Ég tel að málum þessum sé í flestum tilfellum vel komið eins og þau eru, þ.e. stjórnir heilsugæslustöðvanna innheimta leigutekjur og verja þeim síðan til viðhalds á þessum starfsmannaíbúðum og málið sé betur komið í höndum heimamanna og sú miðstýring sem hér er gerð tillaga um að taka þetta allt saman inn í framkvæmdadeild Innkaupastofnunar sé ekki skynsamleg. Ég legg því til að þessi brtt. verði felld.