Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins

61. fundur
Fimmtudaginn 16. desember 1993, kl. 01:04:20 (2765)


[01:04]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Það ætti varla að þurfa að gera að umtalsefni í þingsalnum að nefnd kalli aðila til umsagnar og leiti umsagnar um frumvörp eins og þetta. Það eru venjuleg vinnubrögð nefnda í þinginu og mér þykir alveg einsýnt og sjálfgefið að hv. sjútvn. muni kalla eftir áliti og leita umsagna þeirra sem gerst þekkja um þetta mál og vinna það þannig með fullkomlega eðlilegum og hefðbundnum hætti og taki þann tíma sem nauðsynlegur er til þess.
    Mín ósk stendur auðvitað til þess að það verði hægt að afgreiða þetta með sem skjótustum hætti. Ég hef aldrei óskað eftir því að það verði beitt einhverjum óvenjulegum vinnubrögðum við meðferð málsins í nefnd nema síður sé.