Prestssetur

63. fundur
Föstudaginn 17. desember 1993, kl. 01:30:24 (2905)

     Forseti (Pálmi Jónsson) :
    Forseti vill gjarnan, vegna athugasemda sem fram hafa komið varðandi þetta mál og fjarveru hæstv. fjmrh., beina því til formanns hv. allshn. að kanna þau atriði sem hér hefur verið spurt sérstaklega um þar á meðal að athuga hvort einhver meiningarmunur sé á milli hæstv. fjmrh. og hæstv. dómsmrh. um þetta mál sem er nú ólíklegt þar sem um stjórnarfrv. er að ræða. Slík athugun gæti farið fram á milli 2. og 3. umr. Ætlun forseta var að ljúka þessari umræðu hér á þessum fundi.
    Fyrir liggur að það eru önnur mál sem þarf að koma hér áfram, þar á meðal að setja nýjan fund. Vænti ég þess að það megi takast að koma því máli áfram sem allir vita að áhugi er fyrir að ljúka hér á þessum fundi. Enn fremur er það ætlun forseta að ljúka umræðu um þetta mál.