Réttarfar, atvinnuréttindi o.fl.

68. fundur
Laugardaginn 18. desember 1993, kl. 13:55:28 (3055)

[13:55]
     Jón Helgason :
    Hæstv. forseti. Í 1. tölul. þessarar greinar er kveðið á um skyldu leyfisveitinga í samræmi við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Með því er verið að auka mjög réttindi útlendinga til kaupa hér fasteignir og leyfi til að stunda atvinnurekstur. Hins vegar er í 68. gr. stjórnarskrárinnar ákvæði sem takmarka mjög framsal slíkra leyfisveitinga frá Alþingi og því tel ég ekki rétt að hafa þetta svo opna heimild eins og hér er gert ráð fyrir í 2. tölul. og greiði því atkvæði á móti því.