Ferill 88. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 88 . mál.


91. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrifum.

Frá umhverfisnefnd.



1. gr.

    Á eftir 12. gr. kemur ný grein er orðast svo:
    Óheimilt er að veita leyfi til framkvæmda sem lög þessi taka til, hefja framkvæmdir eða staðfesta skipulagsáætlanir samkvæmt skipulagslögum, nr. 19 21. maí 1964, ásamt síðari breytingum, nema ákvæða laga þessara hafi verið gætt.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Lagt er til að við lögin bætist ný grein sem tryggi að mat á umhverfisáhrifum verði fastur liður í allri áætlanagerð um tilteknar framkvæmdir svo að lögin nái markmiði sínu að þessu leyti. Ákvæði þetta var í frumvarpi til laga um umhverfismat sem tekið var til umfjöllunar í umhverfisnefnd á 116. löggjafarþingi og síðan samþykkt á Alþingi sem lög um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Við lokafrágang breytingartillagna við það frumvarp féll ákvæðið hins vegar brott og er þessu frumvarpi ætlað að leiðrétta þau mistök.