Ferill 91. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 91 . mál.


94. Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um aðgerðir á grundvelli 1. gr. laga um Evrópskt efnahagssvæði.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvað hefur verið aðhafst af íslenskum stjórnvöldum á grundvelli 1. gr. laga nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið, og laga nr. 66/1993, um breytingar á þeim lögum?
    Til hvaða kostnaðar hefur verið stofnað hingað til af þessu tilefni, sundurliðað eftir einstökum þáttum?
    Til hvaða mannaráðninga hefur verið stofnað hjá utanríkisráðuneytinu og íslensku utanríkisþjónustunni vegna EES-samningsins, m.a. í tengslum við EFTA og sendiráð Íslands í Brussel?
    Hver eru ráðningakjör þeirra sem Ísland hefur skipað sem eftirlitsfulltrúa í Eftirlitsstofnun EFTA og dómara í EFTA-dómstólinn að skattfríðindum meðtöldum?


Skriflegt svar óskast.