Ferill 94. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 94 . mál.


97. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um rannsóknir á umhverfisáhrifum vatnaflutninga til Fljótsdals.

Frá Tómasi Inga Olrich.



    Hve miklar rannsóknir hafa farið fram í tengslum við hugmyndir um að veita Jökulsá á Fjöllum til Fljótsdals til raforkuframleiðslu, á umhverfisáhrifum sem slíkir vatnaflutningar mundu hafa á öræfum norðan Vatnajökuls, í Kelduhverfi og Öxarfirði og í Fljótsdal og Héraðsflóa?
    Telur ráðherra ekki rétt, með tilliti til framangreindra orkunýtingaráforma, að Alþingi taki hið fyrsta afstöðu til þess hvort það samrýmist almennum markmiðum þjóðarinnar í umhverfismálum að ráðast í vatnaflutninga af því tagi sem hér um ræðir?