Ferill 203. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 203 . mál.


225. Fyrirspurn


til sjávarútvegsráðherra um kvótaviðskipti og eignarhald kvóta.

Frá Sveini Þór Elinbergssyni.


    Hverjir voru 20 stærstu eignarhaldsaðilar aflaheimilda við lok fiskveiðiáranna 1. september 1991 til 31. ágúst 1992 og 1. september 1992 til 31. ágúst 1993 og hversu mikið var í eigu hvers og eins, sundurliðað í tonnum og þorskígildum hvort ár fyrir sig?
    Hvert er áætlað núvirði þessara aflaheimilda hjá hverjum eignarhaldsaðila fyrir sig?
    Hvert var umfang kvótaviðskipta þessi sömu ár, þ.e. samanlagt söluverð annars vegar og aflamagn í tonnum og þorskígildum hins vegar?


Skriflegt svar óskast.