Ferill 226. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 226 . mál.


254. Fyrirspurn


til iðnaðarráðherra um nýsmíði fiskiskipa.

Frá Guðjóni Guðmundssyni.


    Hver hefur verið heildarfjárfesting í nýsmíði fiskiskipa sl. fimm ár á núgildandi verðlagi?
    Hversu stór hluti þessarar fjárfestingar hefur verið fjármagnaður með lánum frá opinberum lánasjóðum?
    Hve stór hluti þessara verkefna hefur verið unninn erlendis?
    Hvað má áætla að mörg ársverk hafi verið unnin erlendis við nýsmíðar á íslenskum skipum á ári sl. fimm ár?


Skriflegt svar óskast.