Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 189 . mál.


271. Svar


viðskiptaráðherra við fyrirspurn Einars Más Sigurðarsonar um stuðningsaðgerðir til dreifbýlisverslunar.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
     Hvernig var þeim fjármunum varið sem samkvæmt fjárlögum ársins 1992 áttu að fara í stuðningsaðgerðir til dreifbýlisverslunar?

    Á fjárlögum ársins 1992 voru 2 millj. kr. ætlaðar til styrktar dreifbýlisversluninni. Stofnað var til nokkurs kostnaðar árið 1992 vegna sérfræðiþjónustu sem ekki kom til greiðslu fyrr en á þessu ári. Því var ákveðið að flytja þessa upphæð milli ára.
    Starfandi er nefnd sem kanna á möguleika á aukinni hagræðingu dagvöruverslunar í strjálbýli og þéttbýli og hugsanlegan þátt ríkis og sveitarfélaga í slíkri hagræðingu t.d. með breyttum starfsreglum, skipulagsaðgerðum og samgöngubótum. Umræddir fjármunir munu væntanlega verða nýttir þegar tillögur nefndarinnar koma til framkvæmda.