Ferill 226. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 226 . mál.


303. Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Guðjóns Guðmundssonar um nýsmíði fiskiskipa.

    Hver hefur verið heildarfjárfesting í nýsmíði fiskiskipa sl. fimm ár á núgildandi verðlagi?
    Fjárfestingu í fiskiskipum má m.a. skipta í tvo flokka en þeir eru nýsmíði skipa og stærri endurbætur skipa. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar hefur þessi fjárfesting verið eftirfarandi 1988–1993 á verðlagi ársins 1993:

Heildarfjárfesting í skipasmíði 1988–1993.


(Upphæðir í millj. kr.)



1988

1989

1990

1991

1992

1993

Samtals



Nýsmíðar     
6.068
3.674 1.423 2.011 5.823 1.675
Endurbætur     
4.287
1.016 1.323 908 758 525
Samtals     
10.355
4.690 2.746 2.919 6.581 2.200 29.491


    Hversu stór hluti þessarar fjárfestingar hefur verið fjármagnaður með lánum frá opinberum lánasjóðum?
    Ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um lán til kaupa á fiskiskipum frá öðrum opinberum lánasjóðum en Fiskveiðasjóði. Frá 1988–1993 hafa lán sjóðsins verið til fiskiskipa sem hér segir:

Lán Fiskveiðasjóðs til skipasmíða og endurbóta 1988–1992.


(Upphæðir í millj. kr.)



1988

1989

1990

1991

1992

Samtals



Lán               
1.822
3.441 2.377 1.143 2.226 11.009
Hlutfall af heildarlánum
til skipasmíða og endurbóta     
18%
73% 87% 39% 34% 37%


    Hve stór hluti þessara verkefna hefur verið unninn erlendis?

Skipsmíðar innan lands og erlendis 1988–1993.


(Upphæðir í millj. kr.)



1988

1989

1990

1991

1992

1993

Samtals



Erlendis:
    Nýsmíði      4.708 3.036 822 1.714 5.459 1.525
    Endurbætur      2.111 241 244 137 199 175
Samtals     
6.819
3.277 1.066 1.851 5.658 1.700 20.371
Hlutfall af heild     
66%
69% 39% 63% 86% 77% 69%

Innan lands:
    Nýsmíði      1.360 638 601 297 364 150
    Endurbætur      2.176 775 1.079 771 559 350
Samtals     
3.536
1.413 1.680 1.068 923 500 9.120
Hlutfall af heild     
34%
31% 61% 37% 14% 23% 31%

Samtals í heild     
10.355
4.690 2.746 2.919 6.581 2.200 29.491
          100%



    Hvað má áætla að mörg ársverk hafi verið unnin erlendis við nýsmíðar á íslenskum skipum á ári sl. fimm ár?
    Ráðuneytið óskaði eftir því við Þjóðhagsstofnun fyrir skömmu að metið yrði sérstaklega hver væri fjöldi starfa við skipasmíðar og viðgerðir hér á landi og erlendis vegna innlendrar fjárfestingar í fiskiskipum miðað við ákveðnar forsendur, auk annarra athugana. Þessum athugunum er ekki að fullu lokið hjá stofnuninni þar sem um nokkuð yfirgripsmikla vinnu er að ræða. Af þeim ástæðum er ekki hægt að svo stöddu að svara fjórðu spurningu. Þegar svar Þjóðhagsstofnunar berst vegna áðurnefndra athugana fyrir ráðuneytið verður fyrirspyrjanda gerð grein fyrir niðurstöðum hvað varðar fjölda starfa innan lands og erlendis vegna skipasmíða á áðurnefndu tímabili.