Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 251 . mál.


410. Breytingartillögur



við frv. til l. um breytingar í skattamálum.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (HÁ, KÁ, JGS).



    Við 7. gr. bætist nýr stafliður, er verði a-liður, sem orðist svo: Í stað fjárhæðanna „89.284“ og „96.784“ í 2. mgr. kemur: 98.373 og 105.751.
    8. gr. orðist svo:
                  Í stað hlutfallstölunnar „80“ í 3. og 4. málsl. 2. mgr. C-liðar 69. gr. laganna kemur: tvöfalt.
    9. gr. falli niður.
    Í stað hlutfallstölunnar „33“ í 1. efnismgr. 10. gr. komi: 35.
    Við bætist ný grein sem verði 11. gr. er orðist svo:
                  78. gr. laganna falli niður.
    Við bætist ný grein er verði 12. gr. er orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 83. gr. laganna:
         
    
    Í stað fjárhæðarinnar „3.514.000“ í 2. og 3. málsl. kemur: 4.000.000.
         
    
    4. málsl. fellur niður.
    Á eftir 13. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Fjármálaráðherra skal skipa nefnd fulltrúa þingflokka, aðila vinnumarkaðarins og fjármálaráðuneytisins til að kanna hvernig beita megi skattkerfinu til meiri tekjujöfnunar í þjóðfélaginu. Nefndin skal endurskoða ákvæði laganna um vaxtabætur, barnabætur og persónuafslátt. Nefndin kanni kosti og galla þess að taka upp tvö þrep í virðisaukaskatti í stað þess að lækka álagningarhlutfall skattsins. Enn fremur kanni nefndin fyrirliggjandi tillögur um upptöku fjármagnstekjuskatts og kosti þess að í stað hans komi eignarskattur á fjármagnseignir eða sambland beggja þessara leiða.
                  Nefndin skili tillögum fyrir 1. júlí 1994 þannig að mögulegt verði að leggja fram frumvarp um málið haustið 1994.
    Eftirfarandi breytingar verði á 14. gr.:
         
    
    B-liður orðist svo: 6. tölul. orðast svo: Fólksflutningar innan lands.
         
    
    Við greinina bætist nýr stafliður, c-liður, er orðist svo: Í stað 1.–3. málsl. 8. tölul. kemur nýr málsliður er orðast svo: Fasteignaleiga, útleiga tjaldstæða og bifreiðastæða, útleiga hótel- og gistiherbergja og önnur gistiþjónusta.
         
    
    Við greinina bætist enn nýr stafliður, d-liður, er orðist svo: 13. tölul. orðast svo: Þjónusta ferðaskrifstofa.
    18. gr. orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
         
    
    Í stað „24,5%“ í 1. mgr. kemur: 23%.
         
    
    1., 2. og 3. tölul. 2. mgr. falla brott.
    28. gr. orðist svo:
                  1. málsl. 1. mgr. 42. gr. laganna orðast svo: Endurgreiða skal hluta virðisaukaskatts af mjólk, kjöti, fiski, eggjum og fersku innlendu grænmeti sem ætlað er til neyslu eða matvörugerðar þannig að skattgreiðslur við frumsölu að teknu tilliti til endurgreiðslunnar verði sem næst 14%.
    32. gr. falli brott.
    33. gr. falli brott.
    34. gr. falli brott.
    VII. kafli falli brott.