Ferill 101. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 101 . mál.


422. Breytingartillögur



við frv. til l. um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýringu samnings um Evrópska efnahagssvæðið.

Frá 2. minni hluta allsherjarnefndar (JHelg, AÓB, ÓÞÞ, KHG).



    Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Nú er mál rekið fyrir Hæstarétti þar sem þarf að taka afstöðu til skýringar á samningi um Evrópska efnahagssvæðið, bókunum með honum, viðaukum við hann eða gerðum sem í viðaukunum er getið og getur þá rétturinn í samræmi við 34. gr. samnings EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls kveðið upp úrskurð um að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á því atriði málsins áður en málinu er ráðið til lykta.
                  Hvort sem aðili máls krefst að álits verði leitað skv. 1. mgr. eða Hæstiréttur telur þess þörf án kröfu skal rétturinn gefa aðilum kost á að tjá sig áður en úrskurður verður kveðinn upp.
    Við 2. gr.
         
    
    Fyrri málsgrein falli brott.
         
    
    Síðari málsgrein falli brott.
    Á undan 3. gr. komi ný grein sem orðist svo:
                  Aðila, sem ekki óskar eftir úrskurði um álitsbeiðni til EFTA-dómstólsins, skal aldrei gert að greiða þann aukakostnað sem af þeirri beiðni hlýst.