Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 335 . mál.


526. Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um stuðning við rannsóknir og þróun í fiskvinnslu.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



    Hverju sætir að íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum eða samtökum þeirra standa ekki til boða sérstök lán eða styrkir til rannsókna og þróunarvinnu við fullvinnslu íslensks sjávarafla?
    Hyggst ríkisstjórnin gera einhverja bragarbót þar á?