Ferill 387. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 387 . mál.


584. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um rekstur lóranstöðvarinnar á Gufuskálum.

Frá Sturlu Böðvarssyni.



    Hefur verið tekin ákvörðun um að loka lóranstöðinni á Gufuskálum?
    Hvernig hyggst ráðherra tryggja sjófarendum þá þjónustu sem lóran C staðsetningarkerfið hefur veitt?
    Hvaða svæði innan fiskveiðilögsögunnar verða utan sendinga lóran C kerfisins eftir lokun stöðvarinnar á Gufuskálum?
    Hvaða aðgang hafa Íslendingar að GPS-staðsetningarkerfinu nú og hvernig verður því háttað í framtíðinni? Liggja fyrir samningar um afnot af GPS-kerfinu?
    Hver er talinn kostnaður skipa af búnaði fyrir GPS-kerfið?
    Með hvaða hætti munu mannvirki og búnaður lóranstöðvarinnar á Gufuskálum verða nýtt ef stöðin verður lögð niður?