Vegáætlun 1995--1998

77. fundur
Fimmtudaginn 26. janúar 1995, kl. 15:50:30 (3574)


[15:50]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að hv. þm. Árni M. Mathiesen sé ekki búinn að lesa greinargerðina með þessari vegáætlun því á bls. 25 stendur: ,,Í nóv. sl. ákvað ríkisstjórnin að gera framkvæmdaátak í vegamálum.`` ( ÁMM: Þú ættir að lesa vegalögin.) Og þessa ákvörðun er ríkisstjórnin búin að taka meðal annars með því að bjóða út framkvæmdir hér á höfuðborgarsvæðinu. Ætlast þá hv. þm. til þess að það gangi til baka ef þetta verður ekki samþykkt?