Barnalög

83. fundur
Fimmtudaginn 02. febrúar 1995, kl. 12:11:52 (3767)


[12:11]
     Guðný Guðbjörnsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil leyfa mér að taka undir þetta frv. sem hér er lagt fram. Eins og margir vita þá er mikið um skilnaði og það ástand í þjóðfélaginu að aðeins annað foreldri hefur forsjá barns. Ég tel ákaflega mikilvægt að barnið eigi rétt á báðum foreldrum í sem ríkustum mæli eins og núgildandi barnalög segja til um, m.a. með því að sameiginleg forsjá sé möguleg.
    Ég tel einnig að varnaglar séu nægjanlegir í þeim ákvæðum sem eru í frv. um synjun upplýsinga ef það er hugsanlega talið skaða barnið að auknar upplýsingar komi til þess foreldris sem ekki hefur forsjá. Ég vil bara taka undir þetta frv. og vonast til að það verði samþykkt.