Framkvæmd búvörusamningsins

84. fundur
Föstudaginn 03. febrúar 1995, kl. 16:46:48 (3909)




[16:46]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég var einmitt að þakka hæstv. ráðherra fyrir það hvaða áherslu hann legði á það að bændur stæðu saman um sín afurðasölumál. Vonandi hafa hans ummæli þá verið misskilin áður sem mér virtust ganga í öfuga átt. En að sjálfsögðu er það fagnaðarefni ef bændur geta gert framleiðslu sína verðmeiri eins og hæstv. ráðherra nefndi og ég þekki að sjálfsögðu vel af eigin reynslu iðnað heima á býlunum. En það er náttúrlega allt annað en samstaða um afurðasöluna, afurðasölusamtökin, og, eftir því sem ég gat best skilið á hæstv. ráðherra, fækkun sláturhúsanna. Mér skilst að hann leggi mikla áherslu á það. Og ég hygg að það sé töluverð stefnubreyting frá því sem áður var.