Embættisfærsla umhverfisráðherra

88. fundur
Þriðjudaginn 07. febrúar 1995, kl. 14:00:35 (3999)


[14:00]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Ég vek athygli á því að hér fyrr á fundinum var það fyrrv. hæstv. forseti sem vakti athygli á því að þetta mál væri afar sérstaks eðlis og kvað upp úrskurð sem byggðist á sanngirnisrökum sem ég hef fullan skilning á. Og hvers konar mál er þetta? Þetta mál er í eðli sínu lítt dulbúin vantrauststillaga á ráðherra. Vantrauststillögum er aldrei vísað til nefndar. Þær eru annaðhvort samþykktar eða felldar.