Leigubifreiðar

88. fundur
Þriðjudaginn 07. febrúar 1995, kl. 17:54:26 (4040)


[17:54]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er alveg rétt, hæstv. ráðherra, og það er auðvitað mikið álitamál hvað ráðherrarnir eiga að vera að blanda sér í mál af þessum toga eða hvort viðkomandi sveitarstjórnir eiga að hafa með þau að gera eftir einhverjum lögformlegum reglum sem eru settar í samvinnu við félög bifreiðarstjóra. Það er satt að segja fullkomið álitamál hvort ráðherrar eiga að þurfa að vera að garfa í málum af þessu tagi af því að þeir hafa enga aðstöðu til þess að gera upp á milli manna varðandi það hver á að fá réttindi til leiguaksturs og hver ekki.