Hringamyndun og samþjöppun valds í íslenskri fjölmiðlun

91. fundur
Mánudaginn 13. febrúar 1995, kl. 16:38:19 (4188)


[16:38]
     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Á mig hafa verið bornar þær sakir að ég sé í blandi við tröll sem vilji ógna mannréttindum hérlendis. Ég mótmæli því harðlega. Ræða mín hér áðan gaf ekkert tilefni til þess að draga slíkar ályktanir vegna þess að inntakið í henni var það að það þyrfti að styrkja og reka áfram og standa vel að samkeppnisaðila þess trölls sem hér er um að ræða. Það var inntakið í minni ræðu þannig að getsakir um það að ég sé í vörn fyrir þennan fjölmiðlarisa eru algerlega tilefnislausar og ég mótmæli þeim sökum.