Náttúruvernd

94. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 01:28:41 (4306)


[01:28]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegur forseti. Forseti hefur marglýst því yfir að hann vilji leyfa þeim sem enn eru á mælendaskrá að klára sínar ræður á meðan nóttin endist. Virðulegur forseti benti einnig á það að við hverja eina ræðu sem hér hefur verið flutt undanfarið hefur bæst einn við á mælendaskrá. Nú vil ég inna hæstv. forseta eftir því hvaða líkur hann telji á því að það takist að klára þessa umræðu í nótt ef svo heldur fram að við hverja eina ræðu bætist einn hv. þm. á mælendaskrá. Ekki síst ef, eins og var reiknað út nokkru fyrr í kvöld þegar sex voru eftir á mælendaskrá, að það gæti tekið allt að 30 tíma ef við tækjum lengd þeirra lengstu ræðna sem hér hafa verið haldnar. Ég vil því í hinni mestu vinsemd biðja forseta að íhuga hvaða líkur séu á því að þessari umræðu ljúki í nótt.