Náttúruvernd

94. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 02:50:05 (4317)


[02:50]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Aðeins til glöggvunar á orðalagi í bréfinu þar sem hv. þm. vísar til gestastofa. Þar segir svo, með leyfi forseta:
    ,,Til að auðvelda uppbyggingu og rekstur gestastofa er ekki óeðlilegt að innheimta gjald fyrir aðgang, sérhæfða fræðslu eða t.d. bæklinga.``
    Hér er ekkert sem segir að það sé endilega átt við aðgang að gestastofum. Gestastofur verða væntanlega í framtíðinni flestar á friðlýstum svæðum eða í þjóðgörðum. Við stefnum að því með þeirri heimild eða nánast fyrirmælum sem er að finna í frv. að fjölga þeim. Ég vil að þetta komi fram.