Fullgilding Haag-sáttmálans um málefni barna

95. fundur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1995, kl. 13:55:31 (4333)


[13:55]
     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Eins og fram kom í máli hv. fyrirspyrjanda, þá var það ætlun ráðuneytisins að hafa lokið undirbúningi að því að unnt væri að fullgilda Haag-samninginn. Í vinnslu málsins hafa komið upp nokkur álitaefni sem vinna hefur þurft meira í en ráðgert var og það hefur leitt til þess að það tókst ekki að standa við þá tímaáætlun sem áður hafði verið sett. Ég geri fastlega ráð fyrir því og tel það nokkuð öruggt að fyrir næsta þing verði þessari undirbúningsvinnu lokið og þá geti Alþingi tekið málið til meðferðar og gefið heimild til fullgildingar á sáttmálanum.