Náttúruvernd

96. fundur
Fimmtudaginn 16. febrúar 1995, kl. 13:06:18 (4398)


[13:06]
     Kristinn H. Gunnarsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka forseta svör hans og upplýsingar um að áform hans séu að þingfundur standi eigi lengur en til hálftvö og að þess verði gætt að mælendaröð skarist ekki við fundahöld í allshn. að því leyti að nefndarmenn verði ekki kvaddir hér í ræðustól meðan þeir sitja þann fund.
    Að öðru leyti skil ég áform forseta þannig að ræðumaður sem á leiðinni er muni flytja mál sitt og hann muni taka tillit til þeirra óska hv. 2. þm. Suðurl. að gæta þess að halda ekki umræðunni lengur fram en svo að ef hæstv. umhvrh. tekur hér til máls til að svara fram komnum spurningum sem hv. 2. þm. Suðurl. bíður svars við og reyndar fleiri spurningum þá verði honum og öðrum nefndarmönnum gert viðvart. Ég tel þetta fyllilega ásættanleg áform af hálfu forseta og hef ekki neinar athugasemdir við það frekar.