Grunnskóli

96. fundur
Fimmtudaginn 16. febrúar 1995, kl. 16:48:45 (4412)


[16:48]
     Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég treysti sveitarfélögunum mjög vel fyrir þessu verkefni og ég tel raunar eins og ég sagði áðan í minni framsögu að þau hafi sýnt vilja sinn í verki nú þegar til þess að standa vel að rekstri grunnskólans.
    Hvað varðar þau síðari atriði sem þingmaðurinn nefndi, að skólamálin ættu að vera forgangsmál og vitnaði þar m.a. í ummæli mín, þá stend ég við þau ummæli. Það er sannfæring mín að skólamál eða menntamál eru stærstu efnahagsmálin því að það að vel sé staðið að þeim er í raun og veru undirstaðan undir öllu hinu, undirstaða velferðar og framfara.