Grunnskóli

96. fundur
Fimmtudaginn 16. febrúar 1995, kl. 18:20:55 (4418)


[18:20]
     Frsm. 2. minni hluta menntmn. (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það kemur sama tuggan hjá hv. 1. þm. Vesturl. að ég vantreysti litlum sveitarfélögum. Ég var að velta því fyrir mér meðan hv. þm. var að tala, ætli ég komi ekki bara úr minnsta sveitarfélaginu af öllum hv. þm.? A.m.k. af þeim sem hér eru viðstaddir, það er ekki vafi. Og það er ekki það

og ég get fullyrt það með mitt litla sveitarfélag að þar er grunnskólinn ólíkt betri en var þegar ég gekk í skóla. Og þegar verið er að tala um það . . .  ( Gripið fram í: Samt ert þú hér.) Samt náði ég þeim stórkostlega árangri að komast á Alþingi. (Gripið fram í.) En það er einmitt þetta sem ég hef verið að benda á og það vil ég að hv. þingmaður viti. Þegar ég hef stundum verið að tala fyrir því að grunnskólinn færist að fullu yfir til sveitarfélaganna þá hef ég einmitt bent á að það er a.m.k. ólíkt meira jafnrétti til náms núna en var fyrir 20--30 árum því þá voru ekki merkilegir barnaskólar alls staðar á landinu. Þegar ég byrjaði í skóla, af því að ég veit að hv. þingmaður er fróðleiksfús, þá mætti ég aðeins þrjár vikur á vorin og þrjár á haustin alveg þangað til ég var 10--11 ára. Svona er ég komin til ára minna.