Varnir gegn mengun frá bifreiðum og vélum

99. fundur
Mánudaginn 20. febrúar 1995, kl. 17:18:44 (4532)


[17:18]
     Gísli S. Einarsson :
    Frú forseti. Ég vil enn þakka hv. þm. Guðrúnu Halldórsdóttur fyrir að vekja máls á mengunarmálum. Hæstv. dómsmrh. nefndi að hvarfakútur skyldi vera í nýjum innfluttum bifreiðum með lögum frá 1990 eða 1991. En ég vil bara segja það að með prófun á því að mæla afgas bifreiðar með hvarfakút annars vegar, sem eykur eldsneytisnotkun, og afltækinu eða ,,Powerplus``, sigurhólknum, hins vegar kom í ljós verulega minni mengun í afgasi með þessu ,,Powerplus``-tæki en með hvarfakútnum. Þetta er auðprófað og er hægt að gera hjá Bifreiðaskoðun Íslands.
    En eins og fyrr kom fram í mínu máli í dag er um að ræða og möguleiki á 20--40% minnkun á mengun með notkun þessara tækja og þar að auki sparnaði upp á 350--500 millj. ef menn vilja, frú forseti, sinna því.