Flugmálaáætlun 1994--1997

101. fundur
Þriðjudaginn 21. febrúar 1995, kl. 18:16:13 (4621)


[18:16]
     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég gat sérstaklega um Patreksfjörð vegna þess að ég tel eðlilegt að á það verði lögð áhersla að athuga hvort ekki finnist leiðir til þess að ljúka því verki þó svo tilboð verði hærra en við búumst nú við. Annars vil ég taka það fram, eins og ég sagði áður, að flugumferð hefur verið meiri en gert hafði verið ráð fyrir hér innan lands og það gefur tilefni til að ætla að meiri tekjur komi inn en áður hafði verið talið og ef svo reynist þá mun það leiðréttast með fjáraukalögum og frekara fjármagn fást inn á áætlunina. Það er laukrétt hjá hv. þm. að hér er gert ráð fyrir því að fresta því að gengið verði frá bílastæðum og lóðum á Sauðárkróksflugvelli. Það er nú löngum svo að menn verða stundum að fresta sumum framgöngum til þess að aðrar geti þá gengið fyrr fyrir sig og það er alkunnugt og gömul venja.