Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 14:59:01 (4969)


[14:59]
     Frsm. 3. minni hluta menntmn. (Svavar Gestsson) (andsvar) :
    Ég tel alveg óhjákvæmilegt, hæstv. forseti, að vekja athygli á því að ég á kost á því að svara rækilega fyrir mig síðar í umræðum og mun gera það úr því að hv. 5. þm. Norðurl. e. vill endilega reka umræðuna áfram með þeim hætti sem hann gerir. Ég upplifi þetta satt að segja mjög sterkt þannig að það sé ekki undirritaður sem endilega er að reyna að kenna mönnum hér heldur mikið frekar hv. þm. Tómas Ingi Olrich. Og ég verð að hryggja hann með því að þær stjórnmálaskoðanir sem hann hefur mun hann ekki geta kennt mér. Ég efast a.m.k. um það en hann má halda áfram að reyna, hv. þm.