Mengunarvarnabúnaður í bifreiðar ríkisins

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 17:35:32 (5000)

[17:35]
     Frsm. umhvn. (Kristín Einarsdóttir) :
    Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti umhvn. á þskj. 794 um þáltill. um eldsneytissparnaðar- og

mengunarvarnarbúnað í bifreiðar ríkisins. Hér er um að ræða tillögu sem flutt er í annað sinn og hefur umhvn. fjallað um málið. Hún telur mikilvægt, eins og fram kemur reyndar í tillögunni, að markvisst verði unnið að því að minnka útblástur koldíoxíðs, m.a. úr bifreiðum og skipum. Í gögnum sem nefndinni bárust, m.a. frá Noregi, fengum við upplýsingar um að hliðstæður búnað og kveðið er á um í greinargerð með tillögunni sé notaður þar í ferjur.
    Nefndin telur eðlilegt að umhvrn. beiti sér fyrir athugunum á því hvort rétt sé að taka í notkun hér á landi búnað af því tagi sem tillagan gerir ráð fyrir og með vísan til þess leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.