Vegáætlun 1995--1998

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 12:17:06 (5121)


[12:17]
     Halldór Ásgrímsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég veit ekki hvort það hefur mikið upp á sig að vera sjálfstæður eins og hv. þm. og mótmæla í tíma og ótíma og fá engu ráðið eins og mér heyrist á honum. Það hefur náttúrlega lítið upp á sig nema hann vilji koma því til skila til kjósenda á Suðurlandi hvað þetta sé vont allt saman. En mér heyrist á hv. þm. að nú sé hann tilbúinn til að flytja vantraust á hæstv. samgrh. og það eru nýju fréttirnar í málinu. Hann hefur hingað til aðeins verið tilbúinn að styðja vantraust á hæstv. utanrrh. og hann lýsir yfir miklum stuðningi við hæstv. forsrh. en ég heyri á honum að hann er búinn að fá alveg nóg af hæstv. samgrh. og mér skilst á honum að nú sé hann tilbúinn að flytja vantraust á hann en það er bara orðið of seint, hv. þm.