Fjárlög 1995

6. fundur
Þriðjudaginn 11. október 1994, kl. 16:08:23 (194)


[16:08]
     Ingi Björn Albertsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er fundur í gangi úti í sal.
    ( Forseti (KE) : Hljóð í salnum.)
    Hæstv. forseti. Hv. þm. Sigbjörn Gunnarsson, formaður fjárln., hóf mál sitt á því að fara nokkrum orðum um forvarnir. Mig langar í ljósi þess að minna hv. formann á að í fjárlögum yfirstandandi árs er liður 02-989, undirliður 1 16, sem heitir Íþróttafélög, styrkir. Þessi liður er dottinn út úr því frv. sem hér er lagt fram og var verið að mæla fyrir í dag.
    Nú held ég að enginn deili um það að íþróttir og það starf sem þar fer fram er eitthvert það almesta forvarnastarf sem til er. Því vil ég spyrja hv. formann hvort hann muni beita sér fyrir því í fjárln. að því slysi sem núna vofir yfir verði afstýrt.