Vantrauststillaga á ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar

9. fundur
Mánudaginn 17. október 1994, kl. 15:20:04 (430)

[15:20]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Vantraust á forsrh. er í sjálfu sér vantraust á ríkisstjórnina. Ef vantraust á forsrh. væri samþykkt yrði ríkisstjórnin náttúrlega að fara frá. En þetta er jafnframt tillaga um vantraust á hvern ráðherra fyrir sig enda hafa þeir allir unnið til þess að fá slíka umræðu og eiga heimtingu á að vita hvort meiri hluti þingsins styður þá.
    Auðvitað bera að taka þessa tillögu til umræðu við fyrstu hentugleika. Það hefur verið upplýst að forsrh. er í fríi og getur komið heim. Það er líka hættulegt fyrir hæstv. forsrh. að bíða í marga daga með að ræða vantraustið. Ég sé ekki betur en hæstv. ráðherrar hafi lag á því að bæta við a.m.k. einu hneyksli daglega þannig að alltaf safnast í súpuna.