Fjáraukalög 1994

18. fundur
Þriðjudaginn 25. október 1994, kl. 16:03:52 (700)


[16:03]
     Guðrún Helgadóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það sem af er þessu ári hefur gjaldeyrisforði Seðlabankans lækkað um 8 milljarða eða 25%. Með tilliti til þess sem nú gerist um áramótin þá vil ég spyrja hæstv. forsrh.: Hvenær hyggur hann að hætta sé á ferðum? Hvaða viðmiðun hefur hann? Hversu mikið má nota gjaldeyrisforða Seðlabankans til að halda jafnvægi í efnahagslífinu án þess að hætta sé raunverulega fyrir höndum?