Lánsfjárlög 1995

18. fundur
Þriðjudaginn 25. október 1994, kl. 19:00:39 (741)


[19:00]
     Félagsmálaráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að orðlengja þetta en vil þó rifja upp orð hv. þm. sjálfs hér áðan þar sem hann ræddi um hátt vaxtastig á árinu 1991 sem sannarlega var mörgum mjög erfitt. Það er kannski ekki síst í því ljósi eftirtektarvert og ástæða til að staldra við það að nú erum við að ræða um vaxtastig sem er um fjórum sinnum lægra. Bara það eitt auðvitað er ástæða til að staldra við þannig að þó vissulega séu erfiðleikar til staðar nú eftir sem áður, þá erum við engu að síður að horfa á allt, allt annað vaxtaumhverfi nú heldur en fyrir nokkrum missirum og það er rétt að staldra við það.