Tilkynning um utandagskrárumræðu

20. fundur
Fimmtudaginn 27. október 1994, kl. 10:35:11 (826)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Gert er ráð fyrir að fram fari utandagskrárumræða í dag klukkan hálffjögur. Málshefjandi er hv. 8. þm. Reykn., Ólafur Ragnar Grímsson, og hæstv. forsrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapalaga, þ.e. hálftíma umræða. Efni umræðunnar er staða félmrh. og ummæli hans um samskipti ráðuneytisins við Hafnarfjarðarbæ.