Veiting ríkisborgararéttar

24. fundur
Miðvikudaginn 02. nóvember 1994, kl. 15:56:36 (1099)


[15:56]
     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Frú forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Þar er lagt til að 32 tilteknum einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þeir fullnægja þeim skilyrðum sem hv. allshn. hefur sett um þau efni.
    Eins og venja stendur til er þetta fyrra frv. af tveimur sem lagt verður fram á þessu þingi. Ég legg til að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.