Forfallaþjónusta í sveitum

25. fundur
Fimmtudaginn 03. nóvember 1994, kl. 11:47:41 (1123)


[11:47]
     Guðni Ágústsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Vegna þessara ummæla hæstv. landbrh. þá sagði ég: Ég tel eðlilegt eins og málin eru komin að menn skoði aðrar leiðir í þessum efnum, en ég var að minna á það að það eru breytingar innan bændasamtakanna og að þetta mál fór í óefni þegar ríkisvaldið ákvað að svíkja sinn félagsmálapakka. Þess vegna hefði ég talið að menn ættu að skoða það vegna stöðu einyrkjanna hvort þeir þurfa á hjálp að halda til að koma á slíku kerfi með einhverjum peningum. Ég sagði að allar stéttir fengju einhverja félagslega aðstoð, hvort sem það eru verkamenn, iðnaðarmenn eða verslunarmenn þannig að ég læt það nægja.
    Hvað síðan ræðu hæstv. ráðherra varðar um samninga núv. ríkisstjórnar út af EES þá er það ljóst, hæstv. ráðherra, að sumarið 1991 hafði hæstv. utanrrh. fengið í fyrsta sinn fullt frelsi til þess að semja einn og sjálfur í nafni íslensku ríkisstjórnarinnar um ákveðna hluti gagnvart EES og það gerði hæstv. utanrrh. Að vísu sagði hann garðyrkjumönnum að hann yrði að gera það með þessum hætti, leitaði umsagnar þeirra um dagsetningar o.s.frv. Eins og ég hef margrakið úr þessum stól þá samdi hæstv. utanrrh. um framleiðsluafurðir sem íslenskir garðyrkjubændur lifa á meðan nálægar þjóðir, svo sem Norðmenn, sömdu um ýmsar afurðir til að greiða fyrir samningunum sem ekki eru framleiddar eða að mjög takmörkuðu leyti í Noregi. Þannig stóð þessi hæstv. ríkisstjórn, sem hæstv. landbrh. styður,

öfugt að þessum málum og gleymdi mikilvægum hagsmunum.