Tilhögun utandagsskrárumræðu

31. fundur
Miðvikudaginn 09. nóvember 1994, kl. 16:35:27 (1406)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill að gefnu tilefni láta í ljós þá skoðun sína að það er nauðsynlegt að kanna nánar þetta ákvæði þingskapanna, upp á seinni tímann, hvort það þurfi ekki að skilgreina ýmis atriði þess betur. Ákvæði 50. gr. hefur verið túlkað rúmt. Það var upplýst hér áðan að tvisvar sinnum fékk þáv. hæstv. fjmrh. að vera með utandagskrárumræðu eins og hann óskaði þá eftir. ( ÓRG: Ekki með þessum umræðutakmörkunum sem nú voru.) Það var utandagskrárumræða skv. 50. gr. en ég skil hvað þingmaðurinn er að tala um, það var lengri umræða skv. 2. mgr. Forseta er vel kunnugt um að það eru aðrir möguleikar í þingsköpum sem ráðherra hefur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þingið. Þetta var rætt á fundinum með formönnum þingflokka en þetta var nú sú ósk sem ráðherra lagði fram. Nú líður á fundartíma þingflokka og ég bið nú hv. þm. að taka tillit til þess.