Náttúruvernd

35. fundur
Fimmtudaginn 17. nóvember 1994, kl. 11:11:51 (1572)


[11:11]
     Valgerður Sverrisdóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er vegna orða hv. þm. Tómasar Inga Olrich. Hann talaði um að kalla menn til samstöðu. Ég held nefnilega að í náttúruverndarmálum væri hægt að kalla menn til samstöðu ef vilji er fyrir hendi og það sé þessum mikilvæga málaflokki mjög til framdráttar ef æðstu menn á þessu sviði, sem eru hæstv. landbrh. og hæstv. umhvrh. m.a., beittu sér í því að reyna að sameina þjóðina um það að standa að náttúruvernd í landinu. En eins og málflutningur hæstv. landbrh. kemur mér fyrir sjónir þá finnst mér hann vilja stríð og það er það sem ég gagnrýni. Það getur verið að hv. þm. sé mér ósammála en þetta er mín skoðun og það sem ég er óánægð með og þá ekki síður sem bóndi.