Greiðsluaðlögun húsnæðislána

40. fundur
Þriðjudaginn 22. nóvember 1994, kl. 15:35:11 (1824)


[15:35]
     Flm. (Svavar Gestsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég verð að taka undir það með hv. þm. Páli Péturssyni að ég harma það hvað tíminn er stuttur fyrir ræðumenn til að gera grein fyrir máli sínu og þar á meðal hv. síðasta ræðumann. Vegna þess að hún svaraði ekki lykilspurningum sem fram voru bornar, m.a. af hv. 1. þm. Vesturl., þ.e. um það hvernig hún gæti hugsað sér að taka á málunum ef hún fellst ekki á eða telur ófullnægjandi þær tillögur sem hér liggja fyrir. Mér fannst koma fram í máli hv. þm. að hún leggur áherslu á að verja kerfið og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og hún hefur vantrú á öllu sem lagt er til af öðrum. Það er býsna athyglisvert í þeirri stöðu sem hún er í í íslenskum stjórnmálum í dag.