Greiðsluaðlögun húsnæðislána

40. fundur
Þriðjudaginn 22. nóvember 1994, kl. 15:42:06 (1831)




[15:42]
     Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það var ekki lokað fyrir 86-kerfið í einum áfanga. Við vorum nú með það í eitt eða tvö ár undir eftir að þessi ákvörðun tekin og það hefur m.a. skapað þessa erfiðleika.
    Þegar menn eru að tala um háa vexti í húsbréfakerfinu, 5--6%, þá skulu menn ekki gleyma því að á meðan 86-kerfið var og menn voru að fjármagna sig líka með skammtímalánum í bönkum þá var meðalvaxtabyrðin 6--7%. Það skyldu menn muna líka. Það er iðulega og oft, allt of oft, sögð hálf sagan hér í þingsölum í þessu efni.