Samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar

45. fundur
Þriðjudaginn 29. nóvember 1994, kl. 13:58:12 (2027)


[13:58]

     Páll Pétursson (um fundarstjórn) :
    Frú forseti. Mér finnst eiginlega alveg ómögulegt að ræða þetta mál að ráðherrabekknum svona þunnskipuðum. Ég vek athygli á því að hæstv. utanrrh. er einn mættur af ráðherrum á þessum fundi. Ég tel að hér sé um mjög mikilvægt mál að ræða og ég vil fara fram á það að a.m.k. hæstv. landbrh. verði viðstaddur þessa umræðu. Ég tel að það sé útilokað að ræða þetta mál að honum fjarstöddum. Það gildir kannski svipuðu máli um fleiri ráðherra en ég tel að þessi samningur hafi það mikil áhrif á íslenskan landbúnað að það sé alveg óhjákvæmilegt að óska eftir því að hæstv. landbrh. verði viðlátinn umræðuna.