Samningur um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar

45. fundur
Þriðjudaginn 29. nóvember 1994, kl. 16:34:43 (2081)


[16:34]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Ég get verið sammála hæstv. utanrrh. um það að kvótakerfið eins og það er orðið er ekki á vetur setjandi.
    Varðandi frjálshyggjuna, þá er það ekki bara í GATT-samningnum, ekkert sérstaklega í GATT-samningnum, sem hin brjálaða frjálshyggja ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar hefur komið í ljós. Í verkum þessarar ríkisstjórnar er hvað eftir annað mjög auðvelt að benda á frjálshyggju sem hefur leitt til brjálsemi. Hæstv. utanrrh. talar um að það sé bara opnuð pínulítil smuga. Nú veit ég að örlögin munu væntanlega hlífa honum við því að sitja í næstu ríkisstjórn. Samkvæmt því sem stærð Alþfl. virðist vera núna þá á hann væntanlega ekki greiða leið þangað. En hin nýja stjarna á himninum, fyrrv. varaformaður Alþfl., gæti galopnað þessa smugu og þar með er allt hrunið.